Hvað gerir Kaffipásan?

Hugmyndin á bak við nafnið Kaffipásan byggir á því að líflegustu umræðurnar á ráðstefnum fari oft fram í kaffipásunni. Í fundarskipulagi Kaffipásunnar er leitast við að orkan á fundinum sé eins og um eina langa kaffipásu sé að ræða. Í kaffipásunni gerast hlutirnir!

Kaffipásan býður vinnustofur þar sem mikilvægt samtal fer fram og þekking, reynsla og innsæi þátttakenda leggur grunn að nýsköpun og auknum skilningi. Hjá Kaffipásunni er þekking og reynsla af margskonar aðferðum við vinnustofur og framkvæmd funda. Má þar nefna Open Space Technology, World Cafe, Appreciative Inquiry, Genuine Contact, Whole Person Process Facilitation ásamt teymismarkþjálfun og stuðningi við Mastermind hópa. Einnig er þekking og reynsla á styttri aðferðum og verkefnavinnu sem raða má saman þannig að markmiðum fundar sé náð. Þá er þekking á leiðum til að draga saman umræðuna og beina henni í aðgerðir til að koma hugmyndum í framkvæmd.

Hvaða reynsla og þekking er til staðar hjá Kaffipásunni?

Ingibjörg Gísladóttir rekur Kaffipásuna og býður fyrirtækjum, stofnunum, skólum og félagasamtökum að undirbúa og lóðsa margskonar umbótafundi sem byggja á mikilli þátttöku og umræðum.


Ingibjörg hefur lengi starfað við mannauðsráðgjafi, veitt ráðgjöf við innleiðingu breytinga, sett upp námskeið og vinnustofur fyrir stjórnendur og leiðtogaþjálfun. Það er niðurstaða hennar að mikil tækifæri liggi í því að stofna til markvissrar og lausnamiðaðrar umræðu meðal starfsmanna því samanlögð þekking, reynsla og innsæi starfsfólks sé almennt meiri en sú þekking sem utanaðkomandi fyrirlesari hafi fram að færa.

Ingibjörg er með Bachelor gráðu í boðskiptafræðum í starfsumhverfi með viðskiptafræði sem aukagrein og Masters gráðu í námi fullorðinna með áherslu á vinnutengda símenntun og starfsþróun og tölvustutt nám. Þá hefur hún tekið nokkra staka meistaranámskeið við Viðskiptadeild HÍ og er núna í meistaranámi innan deildarinnar með áherslu á nýjar leiðir við verkefnastjórnun, nýsköpun og heilsueflandi forystu.

Ingibjörg hefur sótt viðamikla þjálfun á fjölbreyttum fundaaðferðum og teymismarkþjálfun:

  • Open Space Technology, Genuine Contact program, 3 dagar í Amsterdam 2015
  • Whole Person Process Facilitation, Genuine Contact program, 3 dagar Amsterdam 2016
  • Art of Hosting, 3 dagar í Amsterdam 2016
  • Appreciative Inquiry, (verðleikarýni) 5 dagar í Grikklandi 2016
  • Markþjálfunarnám, Coachutbuldning SE 2007. Framhaldsnám í markþjálfun 2018-2019.
  • Team Coaching með David Clutterbuck, (Teymismarkþjálfun), 3 dagar í Kaupmannahöfn, 2018 og einn dagur hjá Coach U í Háskólanum í Reykjavík 2017
  • Gagnvirk og eflandi menntun, Háskóli Íslands, 2018
  • Skipulagning og framkvæmd fræðslu fyrir fullorðinna,2014
  • Agile og straumlínustjórnun, 2018.

Ingibjörg hefur lóðsað margskonar umbótamiðaða þátttökufundi í starfi sem mannauðsráðgjafi á skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar og fyrir fleiri aðila m.a. á Stefnumörkunarþingi BHM árið 2016.

Þá lóðsaði hún þriggja daga heimsráðstefnu Open Space (World Open Space on Open Space, WOSonOS) í Gamla bíó í Reykjavík 22.-24. október 2018.  Þátttakendur voru frá 10 löndum frá Evrópu, Ameríku og Asíu. 

Ráðstefnan náði yfir 3 heila daga og var stofnað til umræðuhópa um 36 fjölbreytt umræðuefni. Fyrstu tvo dagana fóru hópumræðurnar fram en þátttakendur komu sjálfir fram með umræðuefnin. Á þriðja degi höfðu þátttakendur tækifæri til að kynna sér nánar niðurstöður hópanna og aðgerðir ræddar og ákveðnar.

Kaffipásan tók þátt í Gullegginu 2018