Hvers vegna Kaffipásan?

Kaffipásan undirbýr og heldur hugmynda- og samráðsfundi með virkri þátttöku fólks. Hugmyndin á bak við nafnið byggir á því að líflegustu og mikilvægustu umræðurnar á ráðstefnum fari oft fram í kaffipásunni. Í fundarskipulagi okkar er leitast við að orkan á fundinum sé eins og í kaffipásunni. Þar gerast hlutirnir!

Virk þátttaka á fundum

Kaffipásan býður fyrirtækjum og stofnunum að undirbúa og leiða fundi, vinnustofur og ráðstefnur þar sem lögð er áhersla á virka þátttöku, árangursríkar umræður og að draga fram þekkingu, reynslu og innsæi fólks til að ná auknum árangri og skapa nýjar lausnir.

Um hvað eru fundirnir?

Viðfangsefni fundanna gætu tengst viðskipta- og samfélagsþróun, nýsköpun, stefnumörkun eða innleiðingu breytinga. Tilefnið gæti verið að nýta betur tækifærin í umhverfinu, bæta þjónustu og auka gæði. Samráðsfundir gefa fyrirheit um aukna virkni og ánægju starfsmanna, íbúa og annarra hagsmunaaðila.

Framkvæmd samráðsfunda

Áhersla er lögð á vandaðan undirbúning og að fylgja niðurstöðum vel eftir. Hjá Kaffipásunni er þekking á fjölbreyttum aðferðum við að leiða samráðsfundi, starfsdaga, vinnustofur og ráðstefnur með mikilli virkni þátttakenda. Það fer markmiðum og aðstæðum hvaða aðferðir verða fyrir valinu.