Kaffipásan er hluti af Birki ráðgjöf og býður fyrirtækjum og stofnunum að undirbúa og leiða fundi, vinnustofur og ráðstefnur.  Þar er lögð áhersla á virka þátttöku og árangursríkar umræður og leita í þekkingu, reynslu og innsæi þátttakenda til að ná auknum árangri og skapa nýjar lausnir. Á fundunum eru skapaðar aðstæður til að nýjar lausnir komi fram, hugmyndir fæðist, skilningur aukist og ný sýn verði til. 

Hvað er til umræðu?

Virkar umræður í hópum geta skilað miklum árangri í öllum atvinnugeirum, félagasamtökum og við ólík viðfangsefni. Umræðuþema fundsins gæti verið tengt hverskonar viðskiptaþróun og innleiðingu breytinga s.s. sameiningu, nýsköpun og hvernig nýta má betur tækifæri á markaði, bæta þjónustu, auka gæði og árangur, við stefnumörkun og til að vinna að aukinni starfsánægju og samstarfi á vinnustöðum.

Markmið fundarins gæti líka verið til að fræða og deila þekkingu. Einnig er boðin þjónusta við að greina fræðsluþarfir starfsfólks og hanna markvissa þjálfun sem byggir á virkni þátttakenda og umræðum.

Fundir þar sem markmiðum er náð

Lögð er áhersla á vandaðan undirbúning og að fylgja vel eftir niðurstöðum funda. Þar er  þekking á fjölbreyttum aðferðum við að leiða fundi sem miða að framþróun og sköpun nýrra hugmynda, koma auga á tækifæri til umbóta og móta nýja sýn. Hvaða aðferðir henta best hverju sinni fer eftir viðfangsefni, tímalengd  og markmiðum fundarins o.fl.

Fjölbreyttar samtalsaðferðir

Fundafyrirkomulagið getur verið með margskonar hætti. Sem dæmi um þekktar fundaraðferðir eru Open Space Technology, Heimskaffi [e. World Café], Verðleikarýni [e. Appreciative Inquiry], Genuine Contact, Whole Person Process Facilitation ásamt teymismarkþjálfun og stuðningi við Mastermind hópa. Þá hefur gefist vel að leiða vinnu við hagsmunaaðilagreiningu og áhættugreiningu á fundum.  Hægt að tvinna við fundina ýmsar styttri aðferðir og verkefnavinnu sem raða má saman þannig að markmiðum fundar sé náð.  Í lok fundar er umræðan dregin saman og henni beint að aðgerðum og leiðum til að koma hugmyndum í framkvæmd. Niðurstöður fundarins liggja svo fyrir á rafrænu formi skömmu eftir fundinn.

Hvað gerir lóðsinn?

Lóðs (e. facilitator) er sá sem leiðir fundinn og er hlutverk lóðsins mjög mikilvægt. Lóðsinn setur umræðuna í gang, útskýrir ferlið og er til staðar ef á þarf að halda en lætur lítið fyrir sér fara á meðan umræðuhópar fara fram. Það eru þátttakendur sem hafa orðið og mikilvægt er að umræðan flæði vel. Lóðsinn truflar ekki umræðuna. Með öðrum orðum, lóðsinn þvælist ekki fyrir umræðunni og túlkar ekki það sem fólk segir. Hjá okkur er mikil reynsla af því að leiða og undirbúa fundi með virkri þátttöku og þú færð reynda fundalóðsa sem þekkja hlutverkið vel. 

Hluti af Birki ráðgjöf