Út er komið skemmtilegt myndband frá World Open Space on Open Space sem haldið var í Gamla bíói í október 2018. Á Open Space fundum geta allir þátttakendur komið fram með umræðuefni og boðið öðrum með í umræðuna. Skipulag ráðstefnunnar var í stórum dráttum að á fyrsta degi bjuggu þátttakendur til dagskrá með um 40 umræðuefnum og þvínæst fór samtal fram í minni hópum samkvæmt dagskránni. Umræða í hópum hélt áfram á degi tvö. Á þriðja degi var unnið lengra með niðurstöður og næstu skref ákveðin. Í myndbandinu má glöggt sjá virkni þátttakenda og áhuga þeirra á samtalinu.

Á ráðstefnunni var tækifæri til að spyrja Harrison Owen spurninga í gegnum fjarfundabúnað. Harrison kom fram með Open Space fundaaðferðina í kringum 1980 og er nú kominn yfir áttrætt. Í myndbandinu má sjá lítið brot af samtalinu við hann en hér er samtalið í heildina.

Categories: Uncategorized