Heimsráðstefna Open Space í Gamla bíó [22. – 24. október 2018]

Published by Ritstjórn on

 

Heimsráðstefna áhugafólks um Open Space fundaformið WOSonOS 2018 fór fram í Gamla bíó 22. – 24. október með þátttakendum frá tíu löndum. Þeir voru frá Íslandi, Svíþjóð, Bretlandi, Hollandi, Þýskalandi, Póllandi, Ísrael, Kína, Bandaríkjunum og Kanada.

Umræðuþema ráðstefnunnar var: Issues and Opportunities of Bringing Open Space Technology to our World’s Challenges. [Viðfangsefni og tækifæri við að nota Open Space til að takast á við áskoranir heimsins]

Ingibjörg Gísladóttir lóðsaði ráðstefnuna sem náði yfir þrjá daga. Fyrstu tvo dagana voru umræður í hópum en á síðasta degi var unnið að því að draga fram lærdóminn af umræðunni og ákveða næstu skref.

Í lok ráðstefnunnar tók fundurinn ákvörðun um að næsta heimsráðstefna yrði í Washington DC í október 2019 og þar á eftir í Berlín 2020.

Þrjátíu og sex umræðuhópar urðu til og hér eru nokkur dæmi um umræðuefnin:

Open Space hittir menntakerfið | Regaining Spontaneity in Organizations | Vettvangur til að endurbyggja Lýðræði | Að hvetja þann áhugalausa | Promoting community-based governance in China | Open Space á átakasvæðum – ólíkar nálganir (e. OST in conflict areas – approaches & preparation) | Lean, Agile og Open Space |  Open Space Stories | Open Space fundir í þágu þeirra sem eru félagslega einangraðir |  Valdið fært + Open Space (Shifting the power – Leadership + OST) | Nógu gamall til að fara á eftirlaun – nógu ungur til að hafa áhrif |  Stuðningur við innflytjendur til að fá aðgang að upplýsingum og taka þátt í samfélaginu | Að valdefla fólk með einhverfu | Gildin í heiminum í dag | Open Space fundir með smærra sniði.

Categories: Uncategorized